Ljósnet Símans inn á um fjörutíu þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu
Síminn hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla uppbyggingu sem felur í sér breytingu á Breiðbandi Símans yfir í Ljósnet Símans. Þetta þýðir að á næstu tveimur árum verði um 40 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu tengd við svokallað ljósnet Símans. Þetta er bylting fyrir neytendur sem munu nú fá aðgang að allt að 100 Mb hraða á sekúndu á mjög góðu verði. Á einungis tveimur árum mun þessum fjörutíu þúsund heimilum gefast kostur á margföldum Internethraða og háskerpu-, gagnvirku sjónvarpi svo fátt eitt sé nefnt.
Meðfylgjandi mynd sýnir áætlaða uppbyggingu á Ljósneti Símans. Á þessu svæði eru um 60 þúsund heimili en 40 þúsund heimili munu eiga kost á því að tengjast Ljósneti Símans.
Skoða stærri útgáfu af kort af Útbreiðsluáætlun Ljósnets (PDF)

Til að sem mest not fáist úr öllum þessum nýja búnaði bjóðum við hjá Elnet-tækni ehf ýmsan búnað til að auka not búnaðarins og bendum við á að gamla sjónvarpskerfið öðlast nú nýtt líf. Með því að tengdur er mótari sem býr til RF rás í gamla kerfið úr ADSL lyklinum og er þá hægt að sjá myndina sem er annars bara í einu tæki í öllum tækjunum á heimilinu. Við eigum margar lausnir til að stýra myndlyklinum td. úr svefnherbergi eða eldhúsinu hvort heldur sem er þráðlaust eða í gegnum COAX kapalin í húsinu. Einnig er hægt að setja aftur upp loftnet og fá þannig allar þær fríu og lokuðu rásir sem eru í boði hvort heldur sem er stafrænt með UHF örbylgjuloftneti eða UHF greiðu eða analog með gömlu greiðunni, Komdu til okkar og við björgum þér. Við komum þér í samband ef þarf við fagmenn sem eru rafeindavirkjar með sérgrein loftnetskerfi sem mæta á staðin og vinna verkið fljótt og vel.
Elnet-tækni þegar þú vilt sjá meira !