Þann 20.janúar 2008 var farið með búnað út í Eldey til að koma upp vefmyndavél í eyjunni. Þetta er samvinnu verkefni Feris ehf og Elnet-Tækni en aðal hönnuður og smiður er Sigurður Harðarson. Búnaðurinn samanstendur af upptökuvél, loftneti, sólarsellum og rafgeymum. Auk þess er stjórnbúnaður til að setja upptöku af stað.
Smíða þurfti utan um búnaðinn með tilliti til veðurs, seltu og ágangs fugla en hugmyndin er að fylgjast með fuglalífi í eyjunni sem er stærsta Súlubyggð í heimi. Alls vegur búnaðurinn um 1 tonn sem fluttur var út í eyju með þyrlu Landhelgisgæslunar.
Merki er sent í raforkuver Hitaveitu Suðurnesja sem mun sjá um dreifingu inn á Internetið, auk þess sem fyrirtækið mun sýna myndir í sýningarsal sínum. Það eru Reykjanesbær og Hitaveita Suðurnesja sem standa að þessu verkefni. Ekki er að efa að þetta framtak mun vekja athygli víða um heim.
Elnet-tækni þegar þú vilt sjá meira!