Önnur útgáfa af íslensku fjarskiptahandbókinni var gefin út 1. október 2006. Fyrsta útgáfa bókarinnar kom út árið 2002 og fékk mjög góðar móttökur. Bókin hefur náð mikilli útbreiðslu meðal tæknimanna, hönnunar- og verkfræðistofa og skóla, auk þess að á óvart hefur komið hvað margir aðilar á viðskiptasviði hafa einnig nýtt sér hana, svo sem sölumenn, fjárfestingafélög og opinberar stofnanir. Í íslensku fjarskiptahandbókinni 2 er að finna yfirgrips mikla kynningu á innlendum fyrirtækjum sem starfa á sviði fjarskiptatækni og sagt frá þeirri tækni sem þau byggja starfsemi sína á og þjónustu sem þau veita. Birtar eru tæknilegar upplýsingar um þau fjarskiptakerfi sem standa almenningi og fyrirtækjum til boða og kynntar tækninýjungar á fjarskiptasviði auk þess sem kynntir eru staðlar og lög og reglur varðandi fjarskipti. Þá gegnir bókin einnig hlutverki uppflettirits fyrir faglegar reikniformúlur, upplýsingatöflur og fleira, auk þess að vera vettvangur innflytjenda og fjarskiptafyrirtækja til þess að auglýsa vörur sína beint til markhópsins. Bókin inniheldur einnig tæknigreinar, þar sem að þessu sinni er fylgt þemanu “stafræn fjarskiptatækni”. Bókin er rúmlega 360 blaðsíður í A4 formi, innbundin í gormi. Hún inniheldur rúmlega 400 ljósmyndir og teikningar og á annað hundrað upplýsingatöflur.
Verð kr: 5.800-
Elnet-tækni þegar þú vilt sjá meira.