Sjónvarpsstöðin Omega eða The Gospel Channel hefur hafið útsendingar á gervihnettinum Hotbird á 13° austur, fyrir er Omega send út á Thor II á 1° vestur og á landdreifikerfi á Íslandi.
Núna næst Omega á 35 milljónum heimila í 77 löndum.
Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Omega www.global.is

Elnet tækni ehf óskar Omega til hamingju með þennann áfanga!