-
Elnet-tækni og Xodus veflausnir hafa gert með sér samning um sölu á gervihnattasamböndum fyrir internet. Þetta samband er í báðar áttir þannig að notandin getur verið í góðu sambandi hvort heldur sem er á hálendi Íslands eða á öðrum stöðum sem ekki er ADSL samband. Verð á samböndum þessum er orðið nokkuð gott þannig að þetta er orðin góður kostur þegar um mikin hrað er beðið. Sambönd af þessu tagi henta vel fyrirtækjum sem vilja vera tengd hvað sem á gengur, svo sem ef sæstrengir slitna eða truflanir verða á símalínum. Sjá upplýsingar Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.