Undirbúningur að útgáfu þessarar bókar hefur staðið í rúm tvö ár og hefur fjöldi fagmanna komið að gerð hennar. Þetta er fyrsta útgáfa Íslensku fjarskiptahandbókarinnar og er það von útgefanda að hún geti átt sinn þátt í að efla íslenska fagþekkingu og á þann hátt hjálpað íslenskum tæknimönnum að veita viðskiptavinum sínum enn betri þjónustu.
Þema þessarar bókar eru fjarskiptin séð frá notandanum. Efnisval hennar miðar við þær upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir til móttöku á hinum ýmsu fjarskiptum hjá notandanum og dreifa móttekn- um merkjum um híbýli viðkomandi móttökustaðar.
Sérstök athygli skal vakin á eftirfarandi efni: Bókin inniheldur fjölmörg Íslandskort sem útskýra fjarskiptakerfin á Íslandi.
· Boðskiptalagnir í íbúðarhúsnæði - Ýtarleg kynning á nýjum staðli Staðlaráðs Íslands sem sýnir hvernig ganga skal frá innanhúslögnum fyrir fjarskipti í íbúðarhúsnæði, þ.e. fyrir síma, sjónvarp og tölvunet.
|