
Elnet-tækni ehf hefur tekið við umboði fyrir HOTRONIC. Þetta virta fyrirtæki framleiðir hita innlegg í skó með þeim er hægt að stilla kjörhita í skóm notenda og er þetta þörf nýjung á okkar kalda landi. Þessi búnaður hentar vel fyrir alla þá sem eru mikið úti við, svo sem veiðimenn, hestamenn, skíðamenn, sjómenn, björgunarsveitir og alla þá sem eru fótkaldir. Við bjóðum þessa vinsælu vöru á góðu verði. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu HOTRONIC og hjá Elnet-tækni ehf.